Tilbaka í greinasafn

logo

Ester, Íran og Endatímarnir
©8. mars Asher Intrater

I. Sögulegur sannleikur

�a� er h�gt a� lesa Esterarb�k � �rj� vegu. Fyrst er �a� sögulegur sannleikur. Atburðirnir voru raunverulegir; þeir gerðust um 500 árum fyrir tíma Yeshua (Jesú). Esterarbók er eina ritningin í Biblíunni þar sem ekki er minnst á Guð beinum orðum. Hins vegar er sýnt meira fram á mikilleika Guðs en í öðrum ritningum.

Til dæmis, sömu nótt og Haman gerir áætlun um að drepa Mordekaí, þá gat Xerxes konungur ekki sofið og les frásöguna af því þegar Mordekaí bjargaði lífi hans. Haman er í konungsgarðinum þegar konungurinn ákveður að heiðra Mordekaí. Guð er við stjórnvölin, jafnvel þegar við sjáum Hann ekki starfa og þegar kringumstæðurnar eru neikvæðar.

Mordakaí er sonur Kíss, sem þýðir að hann var afkomandi Sál konungs (Ester 2:5). Haman er afkomandi Agags (Ester 3:1), sem þýðir að hann gæti hafa verið afkomandi Agags konungs. Refsingin virtist vera óvenjuhörð. Það er aðeins þegar við sjáum áætlun Haman um fjöldamorð, sem við skiljum hversu réttur Guð var þegar Hann sagði Sál að drepa Agag konung. Dómur Guðs virðist harður gagnvart okkur vegna þess að við sjáum ekki allt sem Hann sér. Dómur Guðs er réttlátur, jafnvel þó við skiljum ekki ástæðuna.

Mikilleiki Guðs inniheldur líka mikla náð. Þegar Sál brást varðandi Agag, þá náði Mordekaí fram sigri á Haman. Guð kom með annað tækifæri. Ef við höfum trú (og þolinmæði), þá mun Guð snúa öllum hlutum okkur í hag, jafnvel þó það taki lengri tíma en við höldum.

II. Fyrirmynd Fagnaðarerindisins

Annar flötur á Esterarbók er fyrirmynd af fagnaðarerindinu. Haman er táknmynd uppá Satan og Mordekaí táknmynd af Yeshua. Biblían segir að krossfestingin var áætluð áður en jörðin var sköpuð (Opinberunarbókin 13:8, 1. Pétursbréf 1:20). Þess vegna eru allir hlutar lögmálsins og spámannanna útfært af Guði í eftirvæntingu um krossfestinguna. (Lúkas 24:26-27, Postulasagan 2:30-31, 1. Pétursbréf 1:10-11).

�a� er ekkert or� � Gamla Testamentinu yfir "krossinn". �ess vegna v�sa postularnir stundum til krossins � hebresku sem "ets". (Postulasagan 5:30, 10:39, 13:29) “Ets” getur þýtt tré, viður eða viðarsmíð. Í Esterarbók  kemur orðið “ets” fyrir í 7 köflum, sem aftökustaður (Esterarbók 2:23, 5:14, 6:4, 7:9, 8:7, 9:13, 9:25), og þetta er þýtt sem “gálgi”.

Glæpamenn voru teknir af lífi með því að hengja þá á þessa viðarsmíð. Hin réttláta hetja er næstum því hengd þarna. Þessi viðarsmíð snýr öllu skyndilega frá ósigri í mikinn sigur. Eins og Ísak á Móríafjalli, eins og Jósep í dýflissunni og eins og Jónas í hvalnum, þá er Mordekaí næstum því drepinn en bjargað á undraverðan hátt. Mordekaí er síðan settur í næst hæstu stöðu  innan konungsríkisins, sem er hásæti ofar öllum öðrum stöðum.

III. Endatíma spádómur

�ri�ji fl�turinn � Esterarb�k er fyrirmyndin um endatíma spádómana. Haman er táknmynd af Anti-Kristi, Ester miðlar málum Kirkjunnar og Mordekaí, sem er hreyfing Messíanskra Gyðinga.

�essi s�gulegi atbur�ur �tti s�r sta� � Pers�u til forna, �ar sem �ran er � dag. �a� var illur ma�ur sem vildi l�ta drepa Gy�ingana, eins og Ahmadinejad � dag. �a� var bandalag 127 �j��a, sem minnir � Sameinu�u �j��irnar.

�a� bibl�ulega or� � hebreskunni sem er hva� n�st "anti-kristi" er "tsorer". � 4 st��um � Esterarb�k er tala� um Haman sem "tsorer" (Ester 3:10, 8:1, 9:10, 9:24). Alveg eins og Haman þá mun anti-kristur reyna að drepa Gyðingana (og kristna) og sameina þjóðirnar til árása á Ísrael (Opinberunarbókin 13, Esekíel 38-39, Sakaría 12-14).

Rótina að Gyðingahatri er hægt að finna í Ester 3:6, þar sem táknmyndin af satan er svo misboðið af táknmynd Messíasar, að hann er ekki sáttur með að drepa aðeins Messías, heldur vill hefna sín á öllu ættfólki hans. Gyðingahatur, anti-kristur og andkristinn andi koma frá sömu rót.

IV. Brúðurin sem miðlar málum.

Ester er yndisleg fyrirmynd af “Brúði Krists” í dag. (Efesusbréfið 5:23-32, Opinberunarbókin 12). Hún hefur yndi  af brúðar-nándinni í tilbeiðslu til konungsins. Hún hefur Gyðinglegar rætur, en enginn veit það. Jafnvel þó hún reyni að komast hjá því, þá festist hún í hræðilegum þrengingum tengdum Gyðingunum. Hún stendur frammi fyrir spámannlegri áskorun þar sem hennar eigin örlög og forréttindi sem Brúður er aðallega í þeim tilgangi að miðla málum varðandi frelsun Ísraels (Esterarbók 4:14, Rómverjabréfið 11:11-15).

Jafnvel þó þessi köllun, að hætta lífi sínu til að miðla málum Gyðinganna, sé henni áfall, þá ákveður hún að sætta sig við þessa spámannlegu áætlun. Það er fyrir hennar fegurð, náð, bæn og föstu, sem hörmung er snúið uppí sigur og konungsríkið frelsað til hinna heilögu. (Margir sem þekkja Brúðar-nándina við Krist eru kallaðir sem Endatíma-Esterar í dag).

� me�an �essi atbur�ur �tti s�r sta� ��, �"margir �b�ar af ��ru �j��erni t�ku Gy�ingatr�" (Esterarbók 8:17) Þetta táknar tvennt: 1) mikla uppskeru við boðun fagnaðarerindisins á tímum þrenginganna, og 2) margir heilagir munu tengjast sáttmálanum við Ísrael og Gyðinglegar rætur trúarinnar.

V. Hlutskipti Íran

Esterarbók bendir einnig á jákvætt spámannlegt hlutskipti fyrir Íran. Þegar Persía var uppspretta  átaka og Gyðingahaturs, þá var það líka uppspretta trúar sem fæddi fram sigur. Ég trúi því að það mun verða sterk neðanjarðarkirkja í Íran á síðustu tímum, sem mun verða mjög fjölmenn, standa í trú og tengjast arfleið Ísrael.

Hinir miklu konungar Persíu – Kýrus og Xerxes – gerðu sáttmála við fólk Ísraels 1.000 árum fyrir Íslam. Persar eru ekki Arabar. Rætur þeirra eru í biblíulegri trú, ekki Íslam. Samstarf þeirra við Ísrael nær aftur meira en 2.500 ár.

Bæna-áherslur: Netanyahu forsætisráðherra vill sjá Ehud Barak sem Varnarmálaráðherra. Það er mikil andstaða innan flokks Baraks með að ganga í bandalag. Við skulum biðja í trú samkvæmd beiðni Netanyahu og samkvæmt vilja Guðs.


Tilbaka í greinasafn 2009


Biðjiðfyrir starfi okkar í Ísrael, fyrir trúboði meðal innfæddra, fjölgun á messíönskum söfnuðum, Lærisveinaskólanum, spámannlegri lofgjörð og bænavakt og fjárhagslegri aðstoð fyrir þurfandi.