Tilbaka í greinasafn

logo

Reiði Lambsins
©4. janúar Asher Intrater

Með hverjum deginum sem líður, þá fjarlægjumst við fyrri komu Yeshua (Jesú) og færumst nær seinni komu Hans. Með þessari umbreytingu ættum við að fá fleiri opinberanir um endatímana og hver Yeshua er, eins og lýst er í guðspjöllunum og einnig í Opinberunarbókinni.
Opinberunarbókin 19:11-14
Þá sá ég himininn opinn, og sjá: Hvítur hestur. Sá, sem á honum sat, heitir Trúr og Sannur, hann dæmir og berst með réttvísi.
Augu hans eru sem eldslogi og á höfði hans eru mörg ennisdjásn. Og hann ber nafn ritað, sem enginn þekkir nema hann sjálfur.
Hann er skrýddur skikkju, blóði drifinni, og nafn hans er: Orðið Guðs.
Og hersveitirnar, sem á himni eru, fylgdu honum á hvítum hestum, klæddar hvítu og hreinu líni. Og af munni hans gengur út biturt sverð að slá þjóðirnar með

Hérna er Yeshua líst sem herforingja, herforingjaNUM í her Drottins. Hann er herforinginn sem var tilbeðin í (Jósúabók 5:13).
Eldurinn í augum Hans er reiðieldur. Hann kemur aftur til að heyja stríð, til að dæma og refsa. Hann kemur til að framfylgja heift Guðs. Heift er samblanda af refsingu og reiði. Þetta er það sem biblían kallar "Heift Lambsins"
Opinberunarbókin 6:16
Felið oss fyrir ásjónu hans, sem í hásætinu situr, og fyrir reiði lambsins

Yeshua er lýst sem Lambi. Lamb er blítt og er ekki árásargjarnt. Það er algjör andstæða við heift. Hinsvegar eru syndir mannkynsins svo illar, þær hafa jafnvel æst upp blíðasta fólk. Lambið hefur orðið heiftúðugt.
Endurtekningin í þessu er að á endatímunum, munu þjóðir heims gera árás á Ísrael og Guð mun berjast gegn þeim.
Þessir spádómar um stríð í Mið-Austurlöndum eru í biblíulegu samhengi við skilning á kennslu nýja sáttmálans um endatímana - hvort sem það eru spádómar Yeshua á Olíufjallinu (Matteus 24. Mark.13, Lúk. 21), eða kaflarnir um heiftina í Opinberunarbókinni.
[Síðast liðna viku var Alþjóðlega Bænahúsið í Kansas City með viku ráðstefnu þar sem kennt var um Opinberunarbókina. Þetta var á sama tíma og stríðið byrjaði á Gaza. Það er ekki tilviljun. Ég sé Messíanskar leifar Ísrael sem brú eða hlekk, milli þess að kirkjan um allan heim fái opinberanir um endatímana og að Ísraelsþjóðin fari í stríð gegn Jihad]
Opinberunarbókin talar um tvær tegundir "gullinna skála". Fyrst eru það hendur öldunganna sem hafa "gullskálar, fullar af reykelsi, það eru bænir hinna heilögu" (Opinberunarbókin 5:8) Í seinna skiptið eru það hendur engla sem hafa "gullskálar, fullar reiði Guðs, hans sem lifir um aldir alda" (Opinberunarbókin 15:7).
Það er samhengi þarna á milli. Bæn getur verið hættuleg. Því meira sem við biðjum samkvæmt Heilögum Anda, þess meira verður úthellt af réttlátum dómi Guðs. Skálarnar með bænum okkar, fylla reiðiskálar Guðs.
Atburðirnir í Opinberunarbókinni eru að byrja að uppfyllast fyrir framan augu okkar. Við þurfum að hafa meiri opinberun á Yeshua og skilning á því hvernig stríðið í Mið-Austurlöndum endar að lokum með dómi Guðs.


Tilbaka í greinasafn 2009


Biðjiðfyrir starfi okkar í Ísrael, fyrir trúboði meðal innfæddra, fjölgun á messíönskum söfnuðum, Lærisveinaskólanum, spámannlegri lofgjörð og bænavakt og fjárhagslegri aðstoð fyrir þurfandi.