Tilbaka í greinasafn

logo

Wall Street, Anti-kristur og Lúðrahátíðin
©29. september 2008 Asher Intrater

Wall Street, Ground Zero og höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna eru öll staðsett nálægt hvort öður í miðri New York. Efnahagskerfi Bandaríkjanna tengist allt í gegnum hlutabréfamarkaðinn og þaðan er tenging til allra þjóða heims og þess vegna er núverandi kreppu-ástand Bandaríkjanna í raun alheimskreppa. Hér eru nokkrir bænapunktar:

 1. Græðgi - Drottinn, við iðrumst fyrir okkur sjálf og fyrir hönd þeirra sem í kringum okkur eru, fyrir græðgi, spillingu, losta, óhóf, leti og skemmtanafíkn sem er svo útbreidd í samfélagi okkar, og hefur fært dóm yfir okkur öll.
 2. Andvaraleysi - Drottinn við iðrumst fyrir andvaraleysið, ásókn í þægindi, neysluhyggju og einstaklingshyggjuna sem er svo algeng á meðal trúaðra, Messíanskra og kristinna. Amos 6:1 Vei hinum andvaralausu á Síon
 3. Náð - Við hrópum á miskunn; bjargaðu okkur frá refsingunni sem við verðskuldum vegna synda okkar, fyrir sáttmála þinn og blóð Yeshua (Jesús). Bjargaðu þeim milljónum fjölskyldna og barna sem þjást og jafnvel deyja vegna þessarar kreppu.
 4. Vinnusiðferði - Við snúum aftur til grundvallar- biblíulegra gilda sem eru þau að kostgæfni, heilindi og heiðarleiki borgi sig.
 5. Skuldaþrælkun - Faðir, þitt orð segir að skuldir séu þrældómur (5. Mósebók 28:44; Orðsvk. 22:7) Við játum að við höfum selt okkur í þrældóm vegna skilyrðislausrar sóknar í ánægju og munað. Leiðtogar fjármálastofnanna hafa selt okkur í þrældóm vegna óheiðarlegrar græðgi.
 6. Þjóðarleiðtogar - Gefðu þjóðarleiðtogum visku til að taka réttar ákvarðanir varðandi yfirstandandi kreppu. [Þó svo að núverandi lausnir að "kaupa upp" séu ekki raunverulegar lausnir þá er það líklega óhjákvæmilegt skref meðan leitast er eftir því að finna rétta lausn.]
 7. Kórea - Þegar hlutabréfamarkaðurinn í Kóreu hrundi árið 1997, tóku Kóreumenn stórt lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, hertu sultarólina, unnu daga og nætur til að komast út úr skuldum. Núna eftir 10 ár hefur þeim tekist að endurreisa efnahaginn.
 8. Netanyahu - Fyrir 5 árum var ísraelskur efnahagur á barmi gjaldþrots. Benjamin Netanyahu, í stöðu fjármálaráðherra, innleiddi harðar aðgerðir sem hífðu efnahag Ísraels aftur til stöðugleika.
 9. Leiðtogar viðskiptalífsins - við biðjum fyrir leiðtogum viðskiptalífsins um allan heim, að þeir uppfylli skyldu sína að skaffa heiðarlega atvinnu, berjist gegn fátækt, verndi umhverfið, efli vinnusiðferði og gildi fjölskyldunnar. Komi með lausnir varðandi yfirráð olíuauðlina og berjist gegn því að kommúnismi eða Íslam nái völdum
 10. Ríkisstjórn dýrsins - Biblían talar um að á endatímum verði illt heimsveldi sem samanstendur af nokkrum sameinuðum ríkjum og leitt verið að fólki sem stjórnað er af djöfullegum öflum. (Opinb.13:1) Þetta ríkjasamband mun öðlast vald yfir öllu hagkerfi heimsins. (Opinb. 13:17 - enginn geti keypt eða selt, nema hann hafi merkið, nafn dýrsins)
 11. Hitler, Stalin og Mao - Hrun verðbréfamarkaðanna árið 1929 og þunglyndið sem fylgdi í kjölfarið opnaði leið fyrir ofbeldissinnaðar ríkisstjórnir Hitlers, Stalín og Mao. Núverandi efnahagsástandi fylgir því hætta að það opnist fyrir anda anti-krists.
 12. Stöðugleiki - "Stöðugleiki" er lykilorð fyrir andlega áætlun varðandi efnahaginn. Við biðjum að þeim dyrum sem núverandi efnahagsástand hefur opnað fyrir yfirráð dýrsins; við hindrum anda anti-krists; við stöndum vörð um stöðugleika í efnahagsmálum heimsins.
 13. Jihad Fagnaðarerindi - fagnaðarerindi Jihad er hægt að taka saman í 5 orðum: "Snúðu til Íslam eða deyðu". Þegar Ahmadinejad talaði á þingi Sameinuðu þjóðanna varðandi yfirvofandi ástand, þá boðaði hann þennan sama boðskap nema bara í dulargervi "friðar og kærleika". Þessi andi blekkingar er áþekkur þeim anda sem talað er um í Opinberunarbókinni 13:8 - það hafði tvö horn lík lambshornum, en það talaði eins og dreki
 14. Eyðilegging er auðveldari en uppbygging - Aðferð Jihad er að eyða, eyða, eyða. Þetta er eins og yfirgangssekkurinn á ströndinni sem sparkar niður sandkastala hinna barnanna. Það mikla verkfræðiafrek sem þurfti til að hanna Tvíburaturnanna, var miklu meira en það sem þurfti til að eyðileggja þá. Í raun er það svo, að ef annar aðilinn heldur stanslaust áfram að eyðileggja, þá getur hinn aðilinn aldrei haldið í horfinu við að byggja upp.
 15. Efnahagsleg áhrif hryðjuverka - Ísrael hefur áttað sig á því að mesta vandamálið varðandi hryðjuverkin er ekki hversu margt fólk deyr, heldur hinn mikli kostnaður við að fjármagna lögregluna, herinn, öryggisstarfsfólk sem standa vörð gagnvart árásum framtíðarinnar. Til viðbótar syndinni sem var minnst á í lið 1 og 2 þá er önnur ástæða fyrir efnahagsvandanum verið hinn mikli kostnaður við stríðið gegn hryðjuverkum og hækkandi olíuverði
 16. Réttlátir kaupsýslumenn - Við biðjum að sannir, endurfæddir, heilagsanda fylltir kaupsýslumenn rísi upp á þessum myrku tímum. Orskv. 13:22 eigur syndarans eru geymdar hinum réttláta. Mættu endurfæddir einstaklingar taka forystu og yfirráð yfir alþjóða-auðlindum og fjármagni með heiðarleika og göfuglyndi. Mætti guðlegt réttlæti kaupsýslumanna verða vitnisburður um sannleikann og heilagleika konungsríkis Þíns
 17. Jósef - Efnahagskreppan í Egyptalandi varð til þess að Jósef reis upp með áhrif, bæði innan ríkisstjórnar og efnahags. Mættu leiðtogar eins og Jósef rísa upp á þessum tímum með guðlegar lausnir við vandanum; og gera eins og Davíð, fella risann.
 18. Örlæti trúarinnar - Ísak sáði á tímum erfileika og uppskar hundraðfalt (1. Mósebók 26) Mættum við standa gegn ótta og gefa örlátlega á þessum tímum. Við höfum sent leiðbeiningar til "deildar okkar sem sér um gjafir", að taka skref fram á við með harðfylgi og gefa til þeirra sem eru í þörf, að hjálpa trúuðum í Ísrael, að styðja við boðun fagnaðarerindisins í Palestínu, gefa til trúboðs um allan heim, svo að fagnaðarerindið um konungsríki Yeshua verði boðað. Vertu með.
 19. Ljós í myrkrinu - Jafnvel þó að myrkur og þykk andleg þoka hafi hvílt yfir heiminum undanfarna mánuði, þá mun dýrð Drottins skína yfir okkur (Jesaja 61:1-2). Myrkrið tengist Ramadan, 30 daga föstu Íslam, sem endar á morgun, eða við upphaf  Lúðrahátíðarinnar.
 20. Sigurlúðurinn - Á morgun blásum við í hornið (Shofar) eins og Guð boðaði okkur í 3. Mósebók 23:24 Lúðurinn táknar endatímasigur. Þegar blásið var í sjöunda lúðurinn í Jeríkó, reis fólkið upp "Æpið nú heróp, því að Drottinn hefir gefið yður borgina." - Jósúa 6:16 Þegar sjöundi engillinn blæs í lúðurinn , þá hrópum við: "Drottinn og Kristur hans hafa fengið vald yfir heiminum og hann mun ríkja um aldir alda." Opinberunarbókin 11:15
  Tilbaka í greinasafn 2008

Biðjiðfyrir starfi okkar í Ísrael, fyrir trúboði meðal innfæddra, fjölgun á messíönskum söfnuðum, Lærisveinaskólanum, spámannlegri lofgjörð og bænavakt og fjárhagslegri aðstoð fyrir þurfandi.