Tilbaka í greinasafn

logo

Bænaefni
©16. september 2008 Asher Intrater

  1. Kosningar í Ísrael - Á morgun er prófkjör Kadmia flokksins. Olmert mun segja af sér sem forsætisráðherra. Helstu frambjóðendur í embættið eru Shaul Mofaz og Tsipi Livni. Þetta er upphaf myndun nýrrar ríkisstjórnar. Í skoðanakönnunum er Netanyahu leiðandi sem væntanlegur forsætisráðherra en það liggur ekki fyrir hvort gengið verður til almennra kosninga. Biðjum um að réttlát ríkisstjórn verði við völd í Ísrael.
  2. Hryðjuverk á Indlandi - Í þessari viku hafa öfgafullir múslímar sprengt fjórar sprengjur við verslunarmiðstöðvar í Nýju Deli. 30 hafa látið lífi og 100 eru særðir. Ástæða sprenginganna virðist vera krafa um að Kasmír hérað verði gert að múslimaríki. Biðjum fyrir eyðileggingu hryðjuverka á Indlandi, áframhaldandi útbreiðslu fagnaðarerindisins þar og tjáningarfrelsi.
  3. Endurlífgun sendiboða - Við trúum að útbreiðslu fagnaðarerindisins frá Jerúsalem út um alla jörðina. Núna eru hópar frá okkur að þjóna á eftirtöldum stöðum: Idan er í Þýskalandi; Shumuel í Eþíópíu; Youval og Valerie eru í Sviss og Frakklandi; Liat er á Englandi; Shani í Bandaríkjunum; Yoni er í Kóreu; Tal er á ráðstefnunni "First Nations"; Ariel er í Japan; Matthew og Rebecca eru í Hong Kong; og fleiri eru að þjóna á öðrum stöðum. Við þenjumst út fyrir getu okkar, og biðjum ykkur að standa með okkur í trú.
  4. Líkamleg vernd og lækning - Þó nokkrir úr okkar röðum hafa orðið fyrir árásum á heilsuna, þmt. Patty, Rose, Asher, styrktaraðilar, sjálfboðaliðar o.fl. Standið með okkur og verum einhuga um að "fyrir sár Yeshua erum við læknuð" og að "við leggjum hendur yfir sjúka og þeir munu læknast" Amen.
  5. Ný aðstaða - Við höldum áfram með byggingaráætlun okkar varðandi nýja miðstöð lærisveinaskólans, bæna- og lofgjörðarmiðstöðvar, skrifstofu þjónustunnar á Yad Hashmonah. Við erum spennt fyrir auknum ávöxtum fyrir konungsríki Guðs hérna, og samstarfi við önnur samfélög á svæðinu. Biðjið með okkur að áætlun Guðs nái fram að ganga í þessum nýja áfanga þjónustu okkar.

Konur, Gull og Frægð
Ef kristin maður ætlar að uppfylla hlutskipti sitt, ef hann ætlar að bera ávöxt fyrir konungsríki Yeshua (Jesú), ef hann vill ganga í nánu samfélagi við Guð og heilindum frammi fyrir mönnum, þá þarf viðkomandi að vara sig á þremur andlegum hættum sem  snúa að sérhverjum manni. Hægt er að líta á þessar þrjár hættur sem grundvallar prófstein lærisveins. Þær tákna grundvallarfreistingar þessa heims, holdið og djöfulinn. Þess vegna eru þessar freistingar alltaf til staðar, hvort sem einstaklingur er ungur eða gamall. Við getum tekið þær saman í eina setningu, "KONUR, GULL og FRÆGÐ"
    Konur
Hér erum við ekki að tala um blessun og gleði í kynferðislegu og rómantísku sambandi manns og konu innan hjónabands. Sú blessun kemur frá Guði og við finnum hana í upphafi 1. Mósebókar. Með orðinu "konur" hér, þá er verið að tala um andstæðuna; freistinguna sem getur dregið mann yfir línuna yfir í kynferðislega synd, eða altekið huga hans þannig að persónulegt samfélag hans við Guð veikist eða eyðilegst.
Vegna þess að samband karls og konu er undirstaða blessunar frá Guði, þá er freistingin að fara út af línunni og taka ranga stefnu, jafn mikil. Samfélagi okkar við Guð er líka lýst sem "andlegu hjónabandi" Þess vegna getur verið svo erfitt að hemja rómantískan hugarburð því hann snertir þann flöt hjartans sem er frátekinn fyrir náið samfélag okkar við Guðs.
Við erum "mannverur ástar", skapaðar til að elska Guð og hvort annað. Línan milli elsku og losta er mjög vel skilgreind með sáttmálanum: hjónabandssáttmálanum og sáttmálanum við Guð.
Lostafullum hugsunum verður að berjast gegn stöðuglega og af harðfylgi. Að sætta við sig að "syndga ekki" mun ekki virka. Yeshua ávítaði söfnuðinn í Þýatíru fyrir að "umbera" anda Jessabel og kynferðislegt siðleysi. (Opinb. 2:20) Tímóteusi er leiðbeint af Páli (Sál) að "flýja" lostan (1.Tím 6:11; 2.Tím.2:22) ekki aðeins að "syndga ekki". Vegur helgunar er að "fjarlægja" okkur frá hórdómi (1.Þess.4:3), ekki bara að við eigum "ekki að framkvæma" hann.
Karlmaður ætti aldrei að koma sér í þær aðstæður að vera einn í lokuðu rými eða á stað, með konu sem er ekki eiginkona hans (eða nákomin fjölskyldumeðlimur), aldrei nokkur tíma - þar með talið "fyrirbæn" og "ráðgjöf". Á þessum tímum þegar andi Jessabel er hömlulaus, þá er vandamálið ekki aðeins synd, heldur einnig ásakanir (og lögsóknir) jafnvel þegar engin synd hefur verið framin.
    Gull
Guð blessar okkur ekki eingöngu andlega heldur einnig veraldlega. Veraldleg velmegun er í raun Guðs vilji fyrir okkur öll eins og sést í lýsingunni á Aldingarðinum Eden, sáttmálanum við Abraham, Blessununum í lögmálsbókunum, guðlegu konungsríki Ísrael, nýjum himni og nýrri jörð o.s.frv. Samt sem áður fela þessar blessanir einnig í sér freistingar.
Síðast liðin ár hafa verið stöðugar árásir og lögsóknir gegn ráðamönnum í Ísrael, vegna fjármálaspillingar. Misnotkun fjármuna innan kristna geirans hefur verið til skammar. Einstaklingar í viðskiptaheiminum njóta ekki trausts vegna græðgi. Það er erfitt fyrir Guð að finna fólk sem hann getur treyst fyrir auðæfum þessa heims. (Ég þekki einn af þeim, - "D", fjögurra barna faðir sem gefur milljónir, sinnir sinni daglegu vinnu í auðmýkt, og fjölskylda hans lifir látlausu lífi. Þetta getur gerst.)
Notkun fjármagns í þessum heimi er PRÓFRAUN á trúfestina að taka við yfirvaldi í komandi heimi. ("þú varst trúr í mjög litlu og því skaltu ráða fyrir tíu borgum" - Lúk.19:17. "Ef þér reynist ekki trúir í hinum rangláta mammón, hver trúir yður þá fyrir sönnum auði?" - Lúk. 16:11) Það er ekki skortur á fjármagni heldur er skortur á trúfastri ráðsmennsku.
Það er ekki nægjanlegt að "stela ekki". Við þurfum að vera harðfylgin og virk bæði af göfuglyndi og heilindum. Öllum útgjöldum í starfi okkar í Guðsríkinu og peningagjöfum þurfa að fylgja kvittanir og ábyrgð. Það er ekki nægjanlegt að "fylgja bara" lagalegum ramma; við leitumst við að sýna gott fordæmi. ("Síðan vó ég frammi fyrir þeim silfrið, gullið...  gefið til húss Guðs okkar. ...Gætið þess því vandlega, þar til þið vegið það frammi fyrir leiðtogum" - Esra 8:25-27. "Ég hef viljað komast hjá því að nokkur gæti sett út á meðferð mína á hinni miklu gjöf sem ég hef gengist fyrir. 21Því að ég leitaðist við að ástunda það sem gott er, ekki aðeins í augum Drottins heldur og í augum manna" - 2.Kor. 8:20-21)
Við erum ekki aðeins fús til að gefa, heldur einbeitt í að koma fjármunum áfram þangað sem þeir verða til blessunar og byggja upp konungsríki Guðs. Það þarf einbeittan vilja til að gefa háar peningaupphæðir sem munu virkilega hafa áhrif á heiminn og bera ávöxt.
    Frægð
Rót uppreisnar Satans var öfundssýki hans gagnvart dýrð Guðs, sérstaklega þegar hann sá að Guð vildi deila þeirri dýrð með öðrum en honum (í þessu tilfelli, Adam). Guð er fullur af dýrð og okkar endanlega hlutskipti er að upphefjast í dýrð með Honum ( Róm. 8:30; Heb.2:10; 1.Kor.2:7) Þessi mikla blessun felur líka í sér miklar freistingar.
Á sama tíma og Yeshua var að útskýra fyrir lærisveinum sínum að Hann yrði krossfestur, þá voru þeir að þræta um það, hver þeirra væri mestur (Lúk. 22:24, Mark. 9:30-35). Auðmýkt er eina leiðin til að ná því markmiði sem Guð vill fyrir okkur. Við þurfum að auðmýkja okkur, ekki bíða eftir því að Hann geri það fyrir okkur.
Jóhannes skírari er gott dæmi um það hvernig við eigum að vera auðmjúk í þjónustunni. Hann var spurður "Ert þú Messías?" Hann svaraði á einfaldan hátt "Ekki er ég hann." "Ertu Elía?" Og aftur svarar hann "Ekki er ég hann." "Ertu spámaðurinn?" og aftur "Ekki er ég hann" - Jóh.1:19-21. Jóhannes var ekki aðeins heiðarlegur heldur vægðarlaust og linnulaust að vernda sjálfan sig frá áhrifum stolts.
Yeshua kenndir okkur að það skiptir ekki máli hvort við hljótum heiður eða ekki, við eigum að líta á okkur sem fábrotna þjóna, sem búa meistaranum kvöldverð.
Losti er blekkjandi (Efesus 4:22); peningar eru blekkjandi (Mark.4:19); heiður er blekkjandi (Lúk.4.6) Látum ekki blekkjast. Sem þjónar Drottins eigum við að vera blind og heyrnarlaus (Jesaja 42.19) - ekki andlega eða líkamlega, heldur gagnvart freistingum heimsins, holdinu og djöflinum. Sem menn Guðs og lærisveinar Yeshua, þá skulum við ganga í sigri hvað varðar þessar þrjár gunndvallar hluti: konur, gull og frægð.


Tilbaka í greinasafn 2008

Biðjiðfyrir starfi okkar í Ísrael, fyrir trúboði meðal innfæddra, fjölgun á messíönskum söfnuðum, Lærisveinaskólanum, spámannlegri lofgjörð og bænavakt og fjárhagslegri aðstoð fyrir þurfandi.