Prenta sķšu | Heim | Tilbaka í greinasafn

logo

Žrķr Elķa
©10. janúar Asher Intrater

Yeshua (Jesús) talaði um þrjá Elía.

Matteusarguðspjall 17:11, 13 –  „Víst kemur Elía og færir allt í lag. 12En ég segi ykkur: Elía er þegar kominn og menn þekktu hann ekki... Þá skildu lærisveinarnir að Jesús hafði talað við þá um Jóhannes skírara".

Fyrsti Elía var spámaðurinn sem stóð andspænis Ahab og Jesebel á áttundu öld fyrir Yeshua.

Annar Elía var Jóhannes skírari, sem með iðrunarboðskap sínum sagði heiminum frá komu Yeshua sem Messíasi. Hann var EKKI Elía, eða endurholdgaður Elía. Hann kom "í anda og krafti Elía" – Lúkasarguðspjall 1:17. Jóhannes var með sömu köllun og smurningu og Elía, en alveg aðskilinn einstaklingur.

Žrišji Elķa hefur enn ekki komiš. Hann mun koma fyrir endurkomuna, ekki einungis meš išrunarbošskap heldur einnig bošskap endurreisnar.

Malakí 3:23-24 – Sjá, ég sendi Elía spámann til ykkar áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur. Hann mun sætta feður við syni og syni við feður. 

Į sama hįtt og Jóhannes, žį mun žessi endatķmaspįmašur koma ķ anda og krafti Elķa, en hann mun ekki vera sjįlfur Elķa. Žessi žrefalda žjónusta į ekki ašeins viš um Elķa, Jóhannes og endatķmaspįmanninn, heldur į žetta viš um margar ašra spįdóma.

Fyrsta uppfyllingin var á tímum spámanna Ísraels til forna. Seinni uppfyllingin var á tímum Yeshua og lærisveina hans. Og svo verður lokauppfyllingin á endatímunum.

Við gætum kallað þetta þrefalda uppfyllingu spádóma: 1. Gamla Testamentið, 2. Nýja Testamentið, 3. Endatímarnir. Eða við gætum kallað þetta: 1. Hebresku spámennina, 2. Fagnaðarerindið, 3. Heimsendir.

Žaš er lķka hęgt aš tengja žessa žreföldu uppfyllingu viš musteriš: 

1. Fyrsta musterið (Musteri Salómons)
2. Seinna musterið (Heródes)
3. Þriðja musterið (Þrengingarnar).

Margir spádómar ritninganna hafa þrefalda uppfyllingu. Þeir eru talaðir út í sögulegu samhengi. Uppfyllast á annan hátt á tímum Yeshua. Og þeir munu fá þriðju uppfyllinguna við Endurkomuna. Þegar við höfum þessa vitneskju þá þurfum við ekki vera ráðvillt og þá skiljum við hvernig spádómar nýja sáttmálans tengjast hebresku spámönnunum.


Tilbaka í greinasafn 2010

Biðjið
fyrir starfi okkar í Ísrael, fyrir trúboði meðal innfæddra, fjölgun á messíönskum söfnuðum, Lærisveinaskólanum, spámannlegri lofgjörð og bænavakt
og fjárhagslegri aðstoð fyrir þurfandi.